Þetta er fallegasti dagur lífs míns

Ronaldo
Ronaldo Reuters

Það kom fáum á óvart þegar Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro, eða bara Ronaldo, hlaut hinn eftirsótta Gullbolta í gær, eða Ballon d'Or, sem veittur er besta knattspyrnumanni Evrópu, að mati 96 íþróttafréttamanna hvaðanæva úr heiminum.

Ronaldo átti stórkostlegt tímabil með Manchester United; vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina einnig, auk þess sem hann skoraði heil 42 mörk, sem þykir býsna gott hjá kantmanni. 

„Þetta er fallegasti dagur lífs míns. Að vinna þessa nafnbót er nokkuð sem mig dreymdi um þegar ég var strákur. En ég vil þakka þeim sem kusu mig, þeim sem þekkja mig og einnig liðsfélögum mínum. Ég hafði þó ekki miklar áhyggjur, því ég veit hverju ég áorkaði,“ sagði Ronaldo hrærður eftir afhendinguna. trausti@mbl.is Nánar um þennan fallega dag Ronaldos í Mogganum í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert