Ferguson æfur vegna refsingar Evra

Ferguson er ekki sáttur við knattspyrnusambandið, en það ku ekki …
Ferguson er ekki sáttur við knattspyrnusambandið, en það ku ekki vera í fyrsta skipti. Reuters

Sir Alex Ferguson er ekki ánægður með fjögurra leikja bannið sem Patrice Evra fékk frá enska knattspyrnusambandinu vegna atviks eftir leik Manchester United og Chelsea á síðasta tímabili.

„Af öllu því sem knattspyrnusambandið hefur gert okkur síðastliðin ár, þá er þetta það alversta. Ég trúði þessu varla. Maður veit aldrei hvað þetta fólk er fært um að gera. Þó svo ég snæddi morgunmat með þessu liði, þá gæti ég ekki vitað hvað það væri að hugsa. En við erum enn að bíða eftir skriflegum rökum fyrir banninu, svo við getum ekki rætt hvert næsta skref okkar verður,“ sagði Ferguson.

Auk bannsins var Evra sektaður um 15.000 pund, fyrir ósæmilega hegðun, en Chelsea fékk 25.000 punda sekt, fyrir að hafa ekki hemil á vallarstarfsmanni sínum, sem er talinn hafa haft uppi kynþáttaníð í garð Evra, án þess að það hafi verið sannað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert