Wenger sagður ætla að losa sig við Gallas og Bendtner

Arsene Wenger og William Gallas.
Arsene Wenger og William Gallas. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur í hyggju að losa sig við franska varnarmanninn William Gallas og danska sóknarmanninn Nicklas Bendtner í janúar að því er heimildir breska blaðsins The Times herma.

Gallas hefur verið til vandræða hjá Arsenal-liðinu og eftir harkalega gagnrýni hans opinberlega á samherja sína í liðinu ákvað Arsene Wenger að svipta Frakkann fyrirliðastöðunni í síðasta mánuði.

Bendtner hefur ekki staðið undir væntingum á tímabilinu en Daninn hefur aðeins náð að skora 1 mark í 11 leikjum í úrvalsdeildinni. Nýliðar WBA eru sagðir hafa áhuga á að njóta krafta Bendtners en þeir þurfa sóknarmann til að fylla skarð Ishmael Miller sem sleit krossband í hné á dögunum og leikur ekki meira með á tímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert