Benítez vonsvikinn

Rafael Benítez.
Rafael Benítez. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir jafntefli sinna manna, 2:2,  gegn nýliðum Hull á Anfield í dag. Þetta var þriðja jafntefli Liverpool í röð á heimavelli en liðið trónir á toppi deildarinnar.

,,Við byrjuðum vel en eftir það fórum við að gera of mörk mistök. Við fengum á okkur mark og svo annað og það tók á taugarnar. En sem betur fer kom Gerrard okkur til bjargar. Hann er svo hættulegur þegar hann sækir fram völlinn og við verðum að þakka honum fyrir. Ég verð að hrósa liðinu fyrir að leggja ekki árar í bát þegar við lentum 2:0 undir. Mínir menn sýndu góðan karakter en við eigum að vinna leiki sem þessa. Þetta eru vonbrigði og ekki síst að tapa stigum á heimavelli sem við höfum gert allt of mikið af,“ sagði Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert