Chelsea mistókst að komast á toppinn

Frank Lampard og Mark Noble eigast við á Stamford Bridge …
Frank Lampard og Mark Noble eigast við á Stamford Bridge í dag. Reuters

Chelsea og West Ham mætast á Stamford Bridge í síðasta leik 17. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Með sigri kemst Chelsea í toppsæti deildarinnar en West Ham er í 16. sæti og þarf nauðsynlega á stigum að halda í botnbaráttunni. Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Chelsea mistókst að komast í efsta sæti í ensku úrvalsdeildinni en Chelsea og West Ham skildu jöfn, 1:1, í lokaleik 17. umferðar á Stamford Bridge. Þar með gerðu öll fjögur efstu liðin fyrir umferðina jafntefli í leikjum sínum.

Craig Bellamy kom West Ham yfir á 33. mínútu en Nicolas Anelka jafnaði metin fyrir Chelsea á 51. mínútu með sínum 16. marki og þar við sat. Leikurinn var fjörugur og í seinni hálfleik gerðu liðsmenn Chelsea oft harða hríð að marki gestanna en Robert Green var í stuði á milli stanganna.

West Ham fékk sín færi og Carlton Cole, fyrrum leikmaður Chelsea, fékk dauðafæri rétt fyrir leikslok en Petr Cech sá við honum og varði skot hans.

Liverpool er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig, Chelsea 37, Manchester United 32, Aston Villa 31 og Arsenal 30. West Ham er er í 14.-16. sæti með 19 stig.

Chelsea - West Ham bein lýsing

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert