Ferguson afskrifar Arsenal í titilbaráttunni

Ferguson virðist ekki hafa áhyggjur af Arsene Wenger og félögum …
Ferguson virðist ekki hafa áhyggjur af Arsene Wenger og félögum í Arsenal. Reuters

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur litla trú á að Arsenal geri þeim skráveifu í titilbaráttunni, ef marka má nýjustu ummæli skotans skapmikla.

Ferguson segir að baráttan muni standa milli þriggja liða; Chelsea, Liverpool og Manchester United.

„Þetta verður hörð barátta og spennandi, en ég myndi ekki segja að Liverpool séu meiri ógn við okkur en Chelsea. Mikilvægustu úrslitin munu líta dagsins ljós í apríl og maí, en þar sem Chelsea og Liverpool eru einhverjum stigum og leikjum á undan okkur, þurfum við svolítið ráðrúm til að komast upp að hlið þeirra,“ sagði Ferguson og minntist ekki einu orði á Arsenal, sem þó eru aðeins þremur stigum á eftir lærisveinum Ferguson, í fjórða sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert