Guðjón stýrir Crewe í fyrsta sinn

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Guðjón Þórðarson stígur fram á sviðið í ensku knattspyrnunni á nýjan leik í dag þegar hann stýrir liði Crewe gegn Millwall á The New Den-vellinum í Millwall í 3. umferð ensku bikarkeppninnar en Guðjón var ráðinn nýr knattspyrnustjóri Crewe um jólin.

Bæði liðin leika í 2. deildinni. Crewe situr þar á botninum með 16 stig en Millwall er í þriðja sæti með 44 stig. Millwall komst alla leið í úrslit bikarkeppninnar árið 2004 undir stjórn Dennis Wise en tapaði þar fyrir Manchester United, 2:0, þar sem Cristiano Ronaldo og Nistelrooy skoruðu fyrir United.

,,Það eru aldrei auðveldir leikir í bikarkeppninni hver svo sem mótherjinn er. Þetta er bara einn leikur sem getur farið á hvorn veginn sem er. Það breytir engu fyrir mig að fyrsti leikur liðsins undir minni stjórn er bikarleikur. Þetta er leikur sem við ætlum að reyna að vinna. Það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum þó svo að deildin sé í forgangi hjá okkur,“ segir Guðjón á vef Crewe en hann á fyrsta blaðamannafundinum sagðist hann ekki vera neinn kraftaverkamaður. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert