Þetta var rétti tímapunkturinn

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool vonsvikinn eftir að hafa skotið í …
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool vonsvikinn eftir að hafa skotið í stöng í uppbótartíma leiksins í kvöld. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir 0:0 jafnteflið við Stoke í kvöld að þung orð sín í garð Alex Fergusons í gær hefðu ekki haft nein áhrif á frammistöðu sinna manna í leiknum í kvöld.

„Nei, ég held að þetta hafi ekkert dregið úr þeim," sagði Benítez þegar hann var spurður að því á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld.

„Ferguson hefur verið við stjórnvölinn í 22 ár og það mátti því alveg eins kasta þessu fram á þessari stundu eins og einhverri annarri. Ég tel að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn til að vekja athygli á þessu. Mér fannst vera nóg komið, og ekki meira um það," sagði Benítez.

Um jafnteflið og tvö töpuð stig í toppbaráttunni sagði Spánverjinn. „Við erum ekki sáttir en þetta var erfiður leikur. Við hefðum getað tryggt okkur sigurinn í lokin en það var betra að fá eitt stig en ekkert. Það er mjög erfitt að spila við Stoke og hvert innkast, aukaspyrna og hornspyrna sem liðið fær skapar hættu. Við erum efstir í deildinni eftir sem áður, Manchester United verður að vinna sína leiki til að ná okkur," sagði Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert