Guðjón Þórðarson: Upphafið að langri ferð

Guðjón Þórðarson fagnaði sigri með Crewe í gær.
Guðjón Þórðarson fagnaði sigri með Crewe í gær. mbl.is

Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe var mjög ánægður með framlag lærisveina sinna og þá einkum í seinni hálfleik þegar liðið sigraði Scunthorpe, 3:2, í ensku 2. deildinni í knattspyrnu í gær en þetta fyrsti deildarleikurinn sem Guðjón stjórnar liðinu í. Þrátt fyrir sigurinn situr Crewe á botni deildarinnar en er nú aðeins fjórum stigum frá því að komast úr fallsæti eftir að hafa verið sjö stigum frá því fyrir leikinn.

,,Um tíma hélt ég að hjartað ætlaði út um brjóstkassann á mér. Þvílík var spennan en það var frábært að koma til baka. Þetta er upphafið að langri ferð. Leikmenn mínir lögðu hart að sér, skoruðu þrjú mörk og við uppskárum sætan sigur. Við keyrðum upp hraðann í seinni hálfleik og frammistaða liðsins og úrslitin gefa okkur aukið sjálfstraust,“ sagði Guðjón eftir sigur sinna manna en Danny O'Donnell tryggði liðinu sigur með marki í uppbótartíma

Næsti leikur Crewe er gegn Northampton á útivelli um næstu helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert