Kaká fer ekki til Manchester City

Kaká verður áfram í búningi AC Milan, eftir stormasama viku.
Kaká verður áfram í búningi AC Milan, eftir stormasama viku. Reuters

Brasilíumaðurinn Kaká mun ekki ganga til liðs við Manchester City fyrir metfé, að sögn Silvio Berlusconi, eiganda félagsins.

„Kaká verður áfram hjá Milan. Peningar eru ekki allt fyrir honum. Þegar ég heyrði hann segjast vilja vera áfram hjá okkur, honum fyndist hann ekki vera að missa af möguleikanum á hærri launum, og honum þætti heiður að klæðast búningi Milan, og hann virti hið góða samband leikmanna, og þætti vænt um stuðning áhorfenda, sagði ég halelúja og við féllumst í faðma,“ sagði Berlusconi.

Talsmaður Milan staðfesti síðan fréttirnar.

Að vísu segja talsmenn Manchester City að það hafi verið þeir sem hættu viðræðum við leikmanninn, en fréttir af því eru óljósar og óstaðfestar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert