Erfitt að spila við lið sem reynir ekki að vinna

Rafael Benítez var ekki ánægður með úrslitin í dag.
Rafael Benítez var ekki ánægður með úrslitin í dag. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, kvaðst ánægður með frammistöðu sinna manna í bikarslagnum gegn Everton, enda þótt úrslitin á Anfield yrðu 1:1. Það væri alltaf erfitt að spila við lið sem reyndi ekki að leika til sigurs.

„Annað liðið reyndi að vinna leikinn og hitt liðið reyndi að tapa honum ekki. Við stjórnuðum leiknum, réðum algjörlega ferðinni, en gerðum ein mistök og þeir skoruðu. Þeir komu til þess að ná jafntefli og það er erfitt að spila við lið sem verst með tíu mönnum, en ég er ánægður með frammistöðu liðsins. Við vitum að sum lið mun spila svona gegn okkur og við verðum að vera tilbúnir til að bregðast við því," sagði Benítez við Sky Sports.

Liðin mætast aftur á Goodison Park eftir tíu daga og sigurliðið mætir Aston Villa eða Doncaster í sextán liða úrslitum keppninnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert