Manchester með átta stiga forystu

Ronaldo í leiknum gegn Blackburn í dag, þar sem hann …
Ronaldo í leiknum gegn Blackburn í dag, þar sem hann reyndist hetja heimamanna er hann skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. Reuters

Leikmenn Manchester United unnu góðan sigur á Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú undir kvöld, 2:1. Eru þeir langefstir í deildinni, en Liverpool getur minnkað muninn í fimm stig á morgun, gegn Manchester City.

Það var Wayne Rooney sem kom meisturunum yfir á 24. mínútu eftir klaufaskap í vörn Blackburn, en Roque Santa Cruz jafnaði metin á 33. mínútu. Edwin Van der Sar fékk ekki markið á sig, því hann var ekki í leikmannahópi United. Heldur met hans því ennþá, en hann vantar aðeins einn leik til að bæta Evrópumetið í að halda hreinu.

Sigurmarkið gerði Cristiano Ronaldo á 60. mínútu, með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu, vinstramegin fyrir utan vítateig Blackburn, þar sem skotvinkillinn var í þrengra lagi. Boltinn fór beinustu leið upp í samskeytin og Paul Robinson kom engum vörnum við.  

United er með 62 stig á toppnum, en Liverpool er með 54 stig í öðru sæti.

 Lið United: Thomas Kuszczak, Rafael da Silva, Rio Ferdinant, Johnny Evans, Patrice Evra, Ronaldo, Michael Carrick, Paul Scholes, Nani, Wayne Rooney, Dimitar Berbatov. Varamenn: Ben Foster, Ryan Giggs, Nemanja Vidic, Danny Welbeck, Fabio da Silva, Darren Fletcher, Carlos Tevéz.

Blackburn: Paul Robinson, Andre Ooijer, Ryan Nelsen, Gael Givet, Stephen Warnock, Vincenzo Grella, El-Hadji Diouf, Keith Andrews, David Dunn, M.G. Pedersen, Roque Santa Cruz. Varamenn: Jason Brown, Tugay, Benni McCarthy, Zurab Khiazanisvili, Aaron Mokoena, Keith Treacy, Jason Roberts. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert