Nær Liverpool að minnka forskotið?

Rafael Benítez þarf á sigri að halda í dag.
Rafael Benítez þarf á sigri að halda í dag. Reuters

Þrír leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og þar beinast augu flestra að viðureign Liverpool og Manchester City sem hefst á Anfield klukkan 15.

Liverpool er með 54 stig í öðru sætinu og þarf á sigri að halda til að eiga einhverja möguleika á að halda í við Manchester United sem er með 62 stig eftir sigur á Blackburn í gær, 2:1.

Ljóst er að Steven Gerrard leikur ekki með Liverpool vegna meiðsla og Xabi Alonso tekur út leikbann í dag. Manchester City stillir að mestu leyti upp sínu sterkasta liði.

Fyrsti leikur dagsins hefst kl. 13.30 en þá eigast við Fulham og WBA á Craven Cottage. Loks eru það Newcastle og Everton sem eigast við á St. James' Park klukkan 16.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert