Chelsea í 2. sætið - Liverpool tapaði - Baulað á leikmenn Arsenal

Sami Hyypia varnarmaður Liverpool reynir að stöðva Jeremie Aliadiere.
Sami Hyypia varnarmaður Liverpool reynir að stöðva Jeremie Aliadiere. Reuters

Chelsea er komið upp í annað sætið í ensku úrvalsdeildinni eftir 2:1 sigur á Wigan í dag. Liverpool tapaði fyrir Middlesbrough á Riverside, 2:0, og Arsenal varð að láta sér lynda markalaust jafntefli gegn Fulham á heimavelli.

Eftir frábæran sigur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni í vikunni varð Liverpool að sætta sig við 2:0 tap gegn Middlesbrough og þar með fuku væntanlega titilvonir liðsins út í veður og vind. Fyrra markið var sjálfsmark frá Xabi Alonso og Tuncay innsiglaði frábæran sigur Middlesbrough og fyrsta deildarsigurinn í 15 leikjum.

Liverpool hefur gengið illa á Riverside en liðið hefur ekki fagnað sigri á þeim velli síðan árið 2002. Steven Gerrard var í 300. sinn í byrjunarliði en fyrirliðinn fór af velli með krampa í fæti stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Frank Lampard var enn einn ganginn hetja Chelsea þegar liðið sigraði Wigan, 2:1, á Stamford Bridge. Lampard skoraði sigurmarkið með skalla af stuttu færi undir lok leiksins og tyggði sínum mönnum stigin þrjú og annað sætið í deildinni. John Terry skoraði fyrra mark Chelsea með glæsilegu skoti en Oliver Kapo jafnaði metin fyrir Wigan tíu mínútum fyrir leikslok.

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leik Arsenal og Fulham á Emirates Stadium og bauluðu stuðningsmenn Arsenal á leikmenn liðsins þegar þeir gengu af leikvelli.  Þetta var fjórða markalausa jafnteflið hjá Arsenal í röð og liðið er í fimmta sæti, fimm stigum á eftir Aston Villa sem á leik til góða.

Middlesbrough - Liverpool bein lýsing

Arsenal - Fulham bein lýsing

Chelsea - Wigan bein lýsing


Steven Gerrard er kominn í byrjunarliðið á ný.
Steven Gerrard er kominn í byrjunarliðið á ný. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert