Arsenal í fjórða sætið

Arshavin fagnar marki á Emirates Stadium í dag.
Arshavin fagnar marki á Emirates Stadium í dag. Reuters

Andrey Arshavin framherji Arsenal er byrjaður að minna á sig en Rússinn skoraði tvö mörk í 4:0 sigri Arsenal á Blackburn og með sigrinum komst Arsenal upp fyrir Aston Villa í fjórða sætið.

Arshavin skoraði skoraði tvö fyrstu mörkin og Eboue bættivið tveimur mörkum á lokamínútunum.

Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í Bolton töpuðu óvænt á heimavelli fyrir Fulham, 3:1. Andrew Johnson, Simon Davies og Kamara gerðu mörkin fyrir Fulham en Kevin Davies mark Bolton.

Everton lagði Stoke, 3:1, á Goodion Park. Jo, Lescott og Felliani gerðu mörkin fyrir heimamenn en Ryan Shawcross mark Stoke.

Hull og Newcastle skildu jöfn, 1:1, á KC vellinum í Hull. Geovanni kom heimamönnum yfir en varnarmaðurinn Steven Taylor jafnaði metin fyrir gestina.

Marlon King jafnaði á lokamínútunni fyrir Middlesbrough sem gerði 1:1 jafntefli við Portsmouth. Peter Crouch gerði mark Portsmouth en Hermann Hreiðarsson lék allan tímann fyrir Portsmouth.

Wigan vann góðan útisigur á Sunderland, 2:1. Grant Leadbitter skoraði mark Sunderland en Ben Watson og Charles N'Zogbia gerðu mörk Wigan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert