Engin frekari refsing hjá Rooney

Wayne Rooney kastar kveðju á Phil Dowd eftir að hafa …
Wayne Rooney kastar kveðju á Phil Dowd eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið. Reuters

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Wayne Rooney framherji Manchester United fái ekki frekari refsingu fyrir að bregðast illa við rauða spjaldinu sem hann fékk að líta á í leik Manchester United og Fulham í fyrradag.

Rooney var sendur af velli fyrir að næla sér í tvö gul spjöld en á leiðinni útaf vellinum lét hann Phil Dowd dómara heyra og sló í hornfánann en þessi framkoma hans mun ekki draga dilk á eftir sér að sögn talsmanns enska knattspyrnusambandsins. Hins vegar var Rooney sent bréf frá aganefndinni þar sem hann fékk viðvörun og er minntur á að halda sig á mottunni.

Rooney tekur því aðeins út eins leiks bann og missir hann af leik sinna manna gegn Aston Villa á Old Trafford þann 5. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert