Rio Ferdinand: Vidic leikmaður ársins

Vidic fagnar marki ásamt Dimitar Berbatov.
Vidic fagnar marki ásamt Dimitar Berbatov. Reuters

Rio Ferdinand miðvörður Englandsmeistara Manchester United segir að Nemanja Vidic eigi það skilið að verða útnefndur leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.

,,Það er ekki spurning í mínum huga að Vidic verðskuldar það að vera valinn leikmaður ársins. Venjulega eru framherjar valdir leikmenn ársins en það yrði gleðilegt ef varnarmaður yrði fyrir valinu. John Terry hreppti titilinn fyrir nokkrum árum en það hafa ekki margir miðverðir verið valdir,“ sagði Ferdinand við Sky Sports.

,,Ég held að Vidic fá viðurkenninguna. Hann hefur verið okkar jafnbesti leikmaður á tímabilinu ásamt Ryan Giggs og Edwin van der Sar.

United hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð gegn Liverpool og Fulham og nú segir Ferdinand hingað og ekki lengra.

,,Við verðum bara að vinna alla leikina sem við eigum eftir. Það er málið þegar komið er á þetta stig á tímabilinu. Við höfum ekki efni á að gera nein jafntefli enda förum við í alla leiki til að vinna og að því stefnum við.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert