Benítez: Pressan er á United

Leikmenn Liverpool fagna ógurlega og umkringja markaskorarann Yossi Benayoun.
Leikmenn Liverpool fagna ógurlega og umkringja markaskorarann Yossi Benayoun. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir sigurinn á Fulham í dag, 1:0, að nú væri pressan öll á liði Manchester United. Liverpool náði tveggja stiga forskoti í deildinni en United á tvo leiki til góða og mætir Aston Villa á morgun.

„Nú er það á hreinu að við erum enn með í baráttunni og ég held að þessi sigur okkar setji dálítið meiri pressu á Manchester United. Þeir hafa reynsluna og hæfileikanana en nú segir pressan til sín," asgíð Benítez við BBC.

Yossi Benayoun skoraði sigurmarkið í uppbótartíma þannig að sigurinn stóð tæpt en Benítez kvaðst aldrei hafa gefið upp vonina um sigur.

„Við sköpuðum okkur nóg af færum og það voru vonbrigði að nýta þau ekki, en það var sérstaklega ánægjulegt að ná að skora svona seint. Við gerðum rétta hluti allan tímann, það vantaði bara að nýta færin, auk þess sem markmaðurinn þeirra lék vel. En þegar liðið spilar vel er aðalmálið að halda alltaf áfram. Við höfum sjálfstraust allan tímann, og þannig er auðveldara að spila. Þetta er jákvæð þróun, liðið spilar vel, skapar sér færi, skorar mörk og vinnur leiki," sagði Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert