Ferguson: Þetta er mér að kenna

Alex Ferguson gengur til búningsherbergja í leikslok í gærkvöld, þungur …
Alex Ferguson gengur til búningsherbergja í leikslok í gærkvöld, þungur á brún. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að ábyrgðin á jafnteflinu gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld liggi hjá sér. Hann hefði ekki átt að samþykkja að leikurinn gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni færi fram á sunnudaginn, tveimur sólarhringum fyrir viðureignina við Porto.

„Það var þreyta í liðinu vegna áhættunnar sem ég tók með því að spila á sunnudaginn, sem var ekki heppilegt fyrir undirbúning okkar. En við ákváðum að gera það og vonuðum að áskorunin í Evrópuleiknum myndi nægja til að koma adrenalíninu í gang. Ég var að velta því fyrir mér að fá leikinn við Villa færðan til laugardags. En á móti kom að við vorum með marga leikmenn í landsleikjum í vikunni á undan, og sumir komu úr langferðum frá Bólivíu, Río de Janeiro og Kóreu," sagði Ferguson við The Guardian í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert