Chelsea komið í undanúrslit

Úr viðureign Chelsea og Liverpool í kvöld.
Úr viðureign Chelsea og Liverpool í kvöld. Reuters

Chelsea er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan knattspyrnuleik gegn Liverpool í kvöld, sem lyktaði með 4:4 jafntefli. Leikið var á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge.

Chelsea vann slaginn því samtals 7:5, og mætir Barcelona í undanúrslitum.

Liverpool byrjaði mun betur og skoraði Fabio Aurelio strax á 19. mínútu úr laglegri aukaspyrnu. Xabi Alonso kom Liverpool síðan í 2:0 með marki úr vítaspyrnu og vonir Liverpool um að komast áfram orðnar verulegar.

Didier Drogba minnkaði þó muninn á 52. mínútu og Alex jafnaði metin á 57. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Frank Lampard kom heimamönnum síðan yfir 3:2 á 76. mínútu, en Lucas Leiva jafnaði fimm mínútum síðar. Aðeins mínútu síðar skorar Dirk Kuyt með skalla af stuttu færi og Liverpool þurfti aðeins eitt mark til að komast áfram á þeim tímapunkti. En það var Frank Lampard sem gerði út um vonir Liverpool með laglegu marki á 89. mínútu og þar við sat, 4:4 í hreint mögnuðum knattspyrnuleik.

Gangur leiksins:

90. Essien ver á línu eftir skot frá Liverpool.

89. Frank Lampard gerir út um vonir Liverpool með glæsilegu marki, stöngin, stöngin inn. Staðan 4:4, eða 7:5 samanlagt.

84. Drogba á skota rétt framhjá marki Liverpool.

82. Riera sendir fyrir og Kuyt skorar af stuttu færi með skalla. Er ennþá von? Liverpool þarf bara eitt mark til að komast áfram! Ótrúlegur leikur.

81. Lucas Leiva skorar með skoti fyrir utan teig, sem hefur viðkomu í varnarmanni Chelsea. Staðan 3:3 en 6:4 samanlagt.

76. Lampard skorar eftir sendingu frá Drogba inni í teignum. Vonir Liverpool eru nú litlar sem engar á að komast áfram.

70. Torres á fínt skot rétt framhjá marki Chelsea. Riera er kominn inná fyrir Macherano hjá Liverpool.

66. Drogba nær skyndisókn og hristir af sér Jamie Carragher hægra megin í teignum. Hann rennir honum fyrir þar sem Ballack skýtur að marki, en Reina ver dauðafærið.

64. Mascherano á skot að marki Chelsea sem Cech ver naumlega. Benayoun nær frákastinu en nær ekki að koma boltanum fyrir. Veruleg hætta og virðist Cech ekki alveg með sjálfum sér í marki Chelsea.

58. Alex þrumar knettinum í mark Liverpool úr aukaspyrnu, með feiknarkrafti. Reina á ekki möguleika. Staðan 2:2 og Liverpool þarf nú tvö mörk til að knýja fram framlenginu.

56. Drogba tekur aukaspyrnu sem fer rétt framhjá marki Liverpool.

51. Didier Drogba nær að pota boltanum í Pepe Reina, sem ver boltann  í markið, eftir sendingu utan af kanti frá Anelka. Klaufalegt hjá Reina en nú þarf Liverpool eitt mark til þess að jafna metin samanlagt. Eins og sakir standa, er Chelsea á leiðinni áfram.

Hálfleikur.

Liverpool hefur verið mun betri aðilinn í leiknum og hefur sókn þeirra uppskorið tvö mörk. Leikskipulag Chelsea, að liggja tilbaka og verjast, hefur ekki borið árangur og hefur liðið varla náð að skapa sér færi sem kalla mætti. Liverpool þarf aðeins eitt mark til að komast áfram, en skori Chelsea, þarf Liverpool tvö mörk. Liverpool hefur verið með boltann í 62% leiktímanns, en Chelsea 37%

45. Dirk Kuyt skallar að marki Chelsea en Cech ver glæsilega. Boltinn berst aftur í teiginn og hætta skapast, en ekkert verður úr færinu. 

36. Guus Hiddink gerir strax breytingu á liði Chelsea og tekur Kalou útaf, en setur Anelka inná í hans stað. Framherji fyrir framherja, en líklega er hann að breyta úr 4-3-3 í 4-4-2.

28. Ivanovic brýtur á liðsmanni Liverpool inni í teig og fær dæmda á sig vítaspyrnu. Xabi Alonso stígur upp í fjarveru Gerrards og skorar af öryggi. 0:2 og Liverpool á nú góða von á að komast áfram en staðan er samtals 3:3.

19. Fabio Aurelio skorar beint úr aukaspyrnu fyrir Liverpool. Hann skaut lágum bolta í nærhornið, en Petr Cech bjóst við fyrirgjöf inn í teig. Glæislegt mark og Liverpool eigir von.

Annars eru liðin eftirfarandi:

Chelsea: Cech, Ivanovic, Alex, Carvalho, A Cole, Essien, Ballack, Lampard, Kalou, Malouda, Drogba.
Varamenn: Hilario, Di Santo, Mikel, Deco, Belletti, Anelka, Mancienne.

Liverpool: Reina, Aurelio, Arbeloa, Skrtel, Carragher, Kuyt, Lucas, Alonso, Mascherano, Benayoun, Torres.
Varamenn: Cavalieri, Dossena, Hyypiä, Agger, Riera, Babel, N'Gog.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert