Ferguson: Vörnin gerði útslagið

Cristiano Ronaldo og Alex Ferguson - fyrir leik.
Cristiano Ronaldo og Alex Ferguson - fyrir leik. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, þakkaði endurkomu Rios Ferdinands í vörn liðsins sigurinn á Porto, 1:0, í Meistaradeild Evrópu í kvöld en United náði að vinna portúgölsku meistarana á þeirra heimavelli og er komið í undanúrslit, 3:2 samanlagt.

„Þetta var góður sigur og fín einbeiting í vörninni var lykilatriði og gott að ná að halda markinu hreinu á ný. Stöðugleikinn í vörninni, sem fékkst með því að fá Ferdinand og Vidic saman á ný, gerði útslagið," sagði Ferguson við BBC eftir leikinn og var að vonum ánægður með glæsimark Cristianos Ronaldos á upphafsmínútum leiksins.

„Hann hitti boltnan stórkostlega og kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu. Markmaðurinn átti aldrei möguleika," sagði Ferguson en hans menn mæta Arsenal í undanúrslitum keppninnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert