Benítez: United með undirtökin

Fernando Torres jafnar metin í 3:3 gegn Arsenal.
Fernando Torres jafnar metin í 3:3 gegn Arsenal. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool viðurkenndi eftir jafntefli sinna manna gegn Arsenal í kvöld en staða Manchester United væri sterk en minnti þó að United á eftir að mæta Arsenal í deildinni. 

,,Við gerðum okkur seka um of mörg mistök en það jákvæða var að liðið sýndi mikinn karakter á lokamínútunum. Við fengum stig gegn mjög góðu liði og erum á toppnum en Manchester United er með undirtökin. Við munum hins vegar gera allt sem við getum til að hampa titlinum og ég minni á að United á eftir að spila við Arsenal og það getur allt gerst þar," sagði Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool.

Arsene Wenger: ,,Það voru mikil gæði í leiknum á báða bóga en auðvitað er maður ekki sáttur við að fá á sig fjögur mörk. Frammistaða Arshavins var stórkostleg. Hann hafði frekar hægt um sig í fyrri hálfleik en í þeim síðari var hann stórhættulegur,“ sagði Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert