Giggs leikmaður ársins

Ryan Giggs var í kvöld útnefndur leikmaður ársins.
Ryan Giggs var í kvöld útnefndur leikmaður ársins. Reuters

Ryan Giggs leikmaður Englandsmeistara Manchester United var í kvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins á Englandi. Giggs var einn sex leikmanna sem voru tilefndir en hinir fimm voru: Rio Ferdinand, Edwin van der Sar, Nemanja Vidic, Cristiano Ronaldo og Steven Gerrard.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi 35 ára gamli Walesverjinn hreppir hnossið en það voru leikmenn sem tóku í kjörinu í samvinnu við Leikmannasamtökin. Giggs hefur átt góðu gengi að fagna með liði Manchester United en þessi magnaði leikmaður hefur leikið allan sinn feril með Manchester-liðinu og er leikjahæsti leikmaður félagins frá upphafi með 799 leiki.

,,Knattspyrnustjórinn á stóran þátt í þessu. Hann hefur haft mikil áhrif á feril minn frá því ég hitti hann fyrst þegar ég var 13 ára gamall. Það er liðin meira en 20 ár frá því við byrjuðum að vinna saman og samband okkar hefur verið frábært og verður bara betra. Ég hef verið svo heppinn að eiga frábæran feril og hef unnið marga titla hjá félaginu með mörgum frábærum liðum,“ sagði Giggs eftir að hafa tekið á móti verðlaunum sínum.

Giggs hefur 10 sinnum orðið Englandmeistari, hefur unnið enska bikarinn 4 sinnum, hefur unnið deildabikarinn þrívegis og hefur tvisvar sinnum hampað Evrópumeistaratitlinum sem fátt eitt sé nefnd á ferli þessa frábæra knattspyrnumanns.

Ashley Young leikmaður Aston Villa var útnefndur besti ungi leikamaðurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert