Webb hefur viðurkennt mistök

Cristiano Ronaldo skorar úr vítaspyrnunni umdeildu.
Cristiano Ronaldo skorar úr vítaspyrnunni umdeildu. Reuters

Howard Webb knattspyrnudómari á Englandi hefur viðkennt að honum hafi orðið á mistök þegar hann dæmdi vítaspyrnu á Heurelho Gomes markvörð Tottenham í leik liðsins gegn Manchester United. Michael Carrick féll í teignum eftir viðskipti við Gomes og taldi Webb víst að markvörðurinn hefði fellt hann.

Cristiano Ronaldo skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni og minnkaði muninn fyrir United í 2:1 og í kjölfarið bættu Englandsmeistararnir við fjórum mörkum og fögnuðu 5:2 sigri eftir að hafa verið 0:2 undir í hálfleik.

Dermot Gallagher fyrrum dómari segist hafa rætt við Webb um ákvörðunina. ,,Ég talaði við Howard og hann veit að honum urðu á mistök. Hann hélt að markvörðurinn hefði ekki náð að koma við boltann heldur hefði hann fellt Carrick. Þetta var ekki auðveld ákvörðun en svona hlutir geta gerst fyrir alla,“ segir Gallagher við breska fjölmiðla í dag. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert