Liverpool fór létt með Newcastle

Dirk Kuyt skorar annað mark Liverpool með hörkuskalla.
Dirk Kuyt skorar annað mark Liverpool með hörkuskalla. Reuters

Liverpool var ekki í vandræðum með að sigra Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í dag. Lokatölur urðu 3:0 og þá munar á ný þremur stigum á Manchester United og Liverpool á toppi deildarinnar.

Ítarleg textalýsing frá Anfield.

Liverpool náði forystunni á 22. mínútu þegar Yossi Benayoun skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Dirk Kuyt, 1:0.

Dirk Kuyt kom Liverpool í 2:0 á 28. mínútu með hörkuskalla eftir hornspyrnu Stevens Gerrards frá vinstri.

Liverpool sótti nær látlaust eftir þetta en nýtti ekki góð færi. Enn syrti í álinn fyrir Newcastle á 77. mínútu þegar Joey Barton var rekinn af velli fyrir gróft brot á Xabi Alonso, sem var borinn af velli.

Lucas Leiva skoraði síðan, 3:0, með á 87. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu frá Fabio Aurelio.

Auk markanna átti Liverpool þrjú hörkuskot í þverslána, Gerrard tvö þeirra og Alonso eitt.

Liverpool er með 77 stig í öðru sæti, á eftir Manchester United sem með 80 stig, þegar United á eftir að leika fjóra leiki en Liverpool þrjá. Newcastle er í þriðja neðsta sæti með 31 stig, þremur stigum frá því að komast úr fallsæti.

Byrjunarliðin voru þannig skipuð:

Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Agger, Aurelio, Alonso, Mascherano, Benayoun, Gerrard, Riera, Kuyt.
Varamenn: Cavalieri, Dossena, Babel, Lucas, Ngog, El Zhar, Skrtel.

Newcastle: Harper, Beye, Coloccini, Bassong, Duff, Smith, Butt, Martins, Barton, Lovenkrands, Viduka.
Varamenn: Krul, Nolan, Guthrie, Owen, Gutierrez, Edgar, Carroll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert