Fótboltamaður slasaðist við að hita egg í örbylgjuofni

Skotinn óheppni, Kirk Broadfoot.
Skotinn óheppni, Kirk Broadfoot. Reuters

Kirk Broadfoot varnarmaður skoska úrvalsdeildarliðsins Rangers, sem skoraði gegn Íslendingum í undankeppni HM í sínum fyrsta landsleik í september á síðasta ári, slasaðist á heldur undarlegan hátt á dögunum. Egg sem leikmaðurinn var hita í örbylgjuofni sprakk framan í andlit hans og þurfti að flytja leikmanninn á sjúkrahús.

Heitur vökvinn af egginu spýttist í andlit Broadfoot þegar opnaði hurð örbylgjuofnsins og brenndist hann á kinninni. Gert var að sárum hans á sjúkrahúsi og fékk hann fara heim að því loknu.

Broadfoot er ekki eini fótboltamaðurinn sem lent hefur í fáránlegu slysi. Rio Ferdinand skaddaði sin í hné eftir að hafa horft á sjónvarp í margar klukkustundir með fætur upp á borði.

Dave Beasant fyrrum markvörður enska landsliðsins fór á sjúkralistann 1993 eftir þegar hann missti glas af rjóma á tærnar.

Enski landsliðsmarkvörðurinn David James missti af nokkrum leikjum þegar hann tognaði við að teygja sig eftir fjarstýringu á sjónvarpi.

David Batty fyrrum landsliðamaður og leikmaður Blackburn og Leeds varð fyrir meiðslum í hásin þegar hann hann hjólaði á barn sitt á þríhjóli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert