Newcastle ætlar að halda Barton

Joey Barton, til hægri, fagnar marki ásamt Mark Viduka.
Joey Barton, til hægri, fagnar marki ásamt Mark Viduka. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Newcastle United ætlar að gefa Joey Barton tækifæri til að halda áfram að leika með liðinu og hann fær að byrja að æfa með því aftur í næstu viku. Barton var settur í bann eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Liverpool og í kjölfarið lent í rifrildi við knattspyrnustjórann Alan Shearer.

Barton fékk þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið og leikur ekki meira á þessu tímabili og flestir reiknuðu með því að hann hefði spilað sinn síðasta leik í röndótta búningnum. Nkðurstaðan var hinsvegar sú að eftir að hafa verið í æfingabanni frá því atvikið átti sér stað, að hann fengi skriflega áminningu en yrði sleppt við sekt.

Framtíð hans hjá félaginu veltur hinsvegar nokkuð á því hvort Newcastle haldi sér í úrvalsdeildinni eða ekki en reiknað er með því að hann yrði látinn fara ásamt fleiri dýrum leikmönnum ef félagið fellur niður í 1. deild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert