Ferguson: Tel gott hversu lengi við héldum við Ronaldo

Cristiano Ronaldo og Sir Alex.
Cristiano Ronaldo og Sir Alex. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segist hafa verið undir það búinn að Cristiano Ronaldo yfirgæfi félagið en Portúgalinn gengst undir læknisskoðun hjá Real Madrid á næstu dögum og mun svo í kjölfarið skrifa undir sex ára samning við spænska stórliðið.

,,Hann vildi fara, svo einfalt er það. Það var vitað mál að sá tími kæmi að hann færi en ég tel gott hversu lengi við höfum haldið honum,“ segir Ferguson í viðtali við breska blaðið Mail on Sunday en skoski knattspyrnustjórinn er í fríi í suður Frakklandi.

Ferguson náði að sannfæra Ronaldo á að halda kyrru fyrir hjá Manchester United bæði árið 2007 og í fyrra en ákvað að reyna ekki að standa í vegi fyrir honum að uppfylla draum sinn að ganga til liðs við Real Madrid.

Það er í nógu að snúast hjá Ferguson þó svo hann sé í fríi. Þessa dagana er allt á fullu á leikmannamarkaðnum, svokallað ,,silly season“ stendur sem hæst yfir og Ferguson þarf að ákveða herning hann ætlar að verja því fé sem United fær fyrir Ronaldo.

Margir leikmenn hafa verið orðaðir við meistarana en vitað er að Ferguson er búinn að bjóða Wigan í Ekvadorann Antinio Valencia og þá hafa leikmenn eins og Franck Ribery, Karim Benzama, Sergio Aguero, David Silva og auðvitað Carlos Tevez verið nefndir til sögunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert