United sagt íhuga tilboð í Torres

Spænski framherjinn Fernando Torres fagnar marki fyrir Liverpool.
Spænski framherjinn Fernando Torres fagnar marki fyrir Liverpool. Reuters

Enska blaðið Sunday Express heldur því fram í dag að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hyggist bjóða Liverpool um það bil 40 milljónir punda í spænska framherjann Fernando Torres.

United fær, skv. fréttum, 80 milljónir punda, fyrir Christian Ronaldo sem er á leið til Real Madrid og skv. blaðinu telur Ferguson að jafn hátt tilboð í Torres og nefnt er verði til þess að forráðamenn Liverpool íhugi málið vandlega því félagið er sagt er í lausafjárvanda.

Spánverjinn Rafa Benitez, starfsbróðir Sir Alex hjá Liverpool, hefur lýst því yfir að bestu menn liðsins séu ekki til sölu en skv. Sunday Express hyggst United engu að síður freista stjórnarmanna Liverpool.

Blaðið heldur því fram að úthjerinn Antonio Valencia sé á leið til United frá Wigan fyrir 20 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert