Glen Johnson á leið til Liverpool

Glen Johnson á leið til Liverpool.
Glen Johnson á leið til Liverpool. Reuters

Liverpool greinir frá því á vef félagsins nú síðdegis að það hafi náð samkomulagi við Portsmouth um kaup á enska landsliðsmanninum Glen Johnson.

Liverpool hefur verið á höttunum eftir Johnson síðustu vikurnar en Chelsea blandaði sér í baráttuna í síðustu viku þegar það sagðist vera reiðubúið að punga út 18 milljónum punda fyrir bakvörðinn snjalla en talið er Liverpool greiði 17,5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem jafngildir rúmlega 3,7 milljörðum íslenskra króna.

Í yfirlýsingu frá Liverpool segir; ,,Liverpool FC staðfestir nú í kvöld að það hafi náði samkomulagi við Portsmouth og Glen Johnson um félagaskipti hans til Anfield.“

Kaupin á Johnson er þau fyrstu hjá Liverpool í sumar og ljóst má vera að hann kemur til með að styrkja liðið verulega en þessi 24 ára gamli bakvörður, sem um tíma var á mála hjá Chelsea, var besti maður Portsmouth á síðustu leiktíð og hefur átt góðu gengi að fagna með enska landsliðinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert