Stoke í viðræðum við West Ham um kaup á Ashton

Dean Ashton framherji West Ham.
Dean Ashton framherji West Ham. Reuters

Stoke er í viðræðum við West Ham um kaup á framherjanum Dean Ashton. Peter Coates stjórnarformaður Stoke staðfestir þetta í viðtali á fréttavef Sky en í gær bárust af því fréttir að Stoke hefði augastað á leikmanninum.

Ashton, sem gekk í raðir West Ham frá Norwich fyrir 7,2 milljónir punda fyrir þremur árum, hefur verið mikið frá vegna meiðsla og hann missti af nær öllu tímabilinu á síðustu leiktíð vegna ökklameiðsla. Hann hefur náð að spila 46 deildarleiki með West Ham og mörkin eru samtals 15 sem hann hefur skorað fyrir félagið.

Stoke hefur augastað á tveimur öðrum framherjum sem báðir eru á mála hjá Newcastle. Það eru þeir Alan Smith og Michael Owen en þeir eiga það sameiginlegt að hafa verið mikið frá vegna meiðsla undanfarin ár og mega muna sín fífil fegurri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert