Reina saknar Alonso hjá Liverpool

Jose Reina, markvörður Liverpool.
Jose Reina, markvörður Liverpool. Reuters

Jose Reina, markvörðurinn spænski hjá Liverpool, segir fáa geta fyllt skarð miðvallarleikmannsins Xabi Alonso, sem nýlega var seldur frá liðinu til Real Madrid. Hann hefur greinilega litla trú á hinum ítalska Alberto Aquilani, sem keyptur var frá Roma til að leysa stöðu Alonso.

„Af öllum miðjumönnum heims þá er erfitt að finna einhvern eins fullkominn alhliða leikmann og Alonso. Hann getur gert allt; send stuttar og langar sendingar, er góður skallamaður og er afar slyngur við að lesa leikinn,“ sagði Reina.

Í stað Alonso var Alberto Aquilani keyptur til félagsins fyrir 24 milljónir evra, þegar allt er talið, en hann þykir einn af framtíðarmönnum ítalska landsliðsins. Hann verður þó frá fyrstu tvo mánuðina sökum meiðsla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert