Ungur Serbi í raðir Chelsea

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea ásamt aðstoðarmanni sínum, Ray Wilkins.
Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea ásamt aðstoðarmanni sínum, Ray Wilkins. Reuters

Chelsea hefur gengið frá kaupum á serbneska miðjumanninum Nemanja Matic að því er forráðamenn slóvenska liðsins MFK Kosice greindu frá í dag en Matic hefur verið á mála hjá liðinu.

Matic, sem er 21 árs gamall, gerði fjögurra ára samning við Lundúnaliðið og er kaupverðið í kringum 1,5 milljón punda. Matic er leikmaður U21 ára landsliðs Serba og hefur hann verið undir smásjá margra stórra félaga í Evrópu en Chelsea hafði best í þeirri baráttu.

Matic varð fyrir því óláni að brjóta bein í rist á Evrópumóti U21 ára liða í Svíþjóð í sumar og hefur ekki alveg náð sér af þeim meiðslum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert