Rooney með tvö í stórsigri United - Arsenal fór létt með Portsmoth

Wayne Rooney er hér að skora fyrsta mark Manchester United …
Wayne Rooney er hér að skora fyrsta mark Manchester United gegn Wigan. Reuters

Engandsmeistarar Manchester United og Arsenal fögnuðu bæði öruggum sigri í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. United sótti Wigan heim og hafði betur, 0:5, þar sem öll mörkin komu í seinni hálfleik. Arsenal tók á móti Portsmouth og vann stórsigur, 4:1.

Wayne Rooney skoraði tvö af mörkum meistaranna og hann hefur þar með skorað 101. mark fyrir félagið en Rooney var besti maður vallarins. Búlgarinn Dimitar Berbatov var einnig á skotskónum og skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu, Michael Owen skoraði fjórða markið og hann skoraði þar með sitt fyrsta mark fyrir liðið í úrvalsdeildinni og Nani skoraði svo fimmta mark meistaranna.

Abou Diaby skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir Arsenal og þeir William Gallas og Aaron Ramsey gerðu sitt markið hvor.

Emmanuel Adabayor skoraði eina mark Manchester City sem lagði Úlfanna, 1:0, á borgarleikvangnum í Manchester. Adebayor skoraði einnig í fyrsta leik Manchester-liðsins.

Arsenal - Portsmouth bein lýsing

Wigan - Man Utd bein lýsing

Hull - Bolton bein lýsing

Man City - Wolves bein lýsing

Sunderland - Blackburn bein lýsing

Birmingham - Stoke bein lýsing

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert