Héldum tyrknesku áhorfendunum rólegum

Filip Holosko hjá Besiktas og Patrice Evra hjá Manchester United …
Filip Holosko hjá Besiktas og Patrice Evra hjá Manchester United berjast um boltann. Reuters

Gary Neville, bakvörðurinn reyndi hjá Manchester United, sagði að það hefði verið lykilatriði hjá liðinu að sjá til þess að hinir háværu stuðningsmenn Besiktas fengju ekki tækifæri til að fagna marki í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. United náði að sigra, 1:0, í Istanbúl.

Besiktas naut gífurlegs stuðnings að hætti Tyrkja. „Stemmningin er betri hérna en á nokkrum öðrum stað í Evrópu. Ef þeir hefðu fengið að fagna marki hefðum við átt heldur betur á brattann að sækja. Þetta var mjög erfitt, allir útileikir í Evrópukeppni eru erfiðir, en með þessum úrslitum erum við komnir í góða stöðu," sagði Neville við Sky Sports.

Paul Scholes skoraði sigurmarkið á 77. mínútu, fylgdi vel á eftir þegar skot frá Nani var varið. „Það var ánægjulegt að ná að skora, enda eru alltaf erfitt að spila á útivelli í Evrópukeppni, sérstaklega í Tyrklandi. Mér fannst við ekki ná að sýna okkar bestu hliðar en sigur er sigur," sagði Scholes við Sky Sports.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert