City mótmælir ákærunni á hendur Adebayor

Emmanuel Adebayor fagnar markinu umrædda.
Emmanuel Adebayor fagnar markinu umrædda. Reuters

Mark Hughes knattspyrnustjóri Manchester City staðfesti í dag að félagið myndi mótmæla kröftuglega ákæru enska knattspyrnusambandsins á hendur Emmanuel Adebayor. Hún er til komin vegna þess að hann fagnaði marki gegn sínu fyrrum félagi, Arsenal, fyrir framan stuðningsmenn þess.

Adebayor er þegar kominn í þriggja leikja bann vegna annars atviks í sama leik en hann steig ofaná fyrrum félaga sinn í framlínu Arsenal, Robin van Persie.

„Hann fór ekki útaf vellinum og hann lagðist á hnén, eins og hann gerir alltaf þegar hann fagnar marki. Það má ekki taka tilfinningarnar útúr fótboltanum og þarna var nóg af þeim. Þetta var erfiður leikur  fyrir Adebayor, hans fyrsti gegn sínum gömlu félögum og sumir þeirra neituðu að taka í hönd hans. Hann þurfti líka að þola mikið áreiti af hálfu stuðningsmanna Arsenal frá byrjun leiks," sagði Hughes við BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert