Guðjón: Kannski er ég of góður við leikmenn

Guðjón Þórðarson var ekki ánægður með leik sinna manna í …
Guðjón Þórðarson var ekki ánægður með leik sinna manna í kvöld. www.crewealex.net

Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe var vægast sagt óhress með frammistöðu sinna manna í kvöld en Crewe tapaði fyrir Accrington Stanley, 5:3, í ensku 2. deildinni í knattspyrnu. Þetta var þriðji tapleikur Crewe í röð.

,,Þetta var átaklegt og við máttum þola mikla niðurlægingu. Þetta var óásættanleg frammistaða og ég finn fyrir miklum sársauka yfir þessari frammistöðu,“ segir Guðjón á vef Crewe en lið hans lenti 2:0 undir eftir fjögurra mínútna leik.

,,Við lékum illa og ég þarf að finna út hvað gerðist. Kannski er ég of góður við leikmenn mína og þetta er umbunin sem ég fæ. Nokkrir leikmenn verðskulduðu ekki að klæðast búningi liðsins í kvöld. Það voru leikmenn á vellinum sem voru eins og keilur, horfandi á leikmenn fara framhjá þeim án erfiðleika. Það er ekki hægt að sætta sig við það. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert