Gerrard: Réttarhöldin breyttu mér

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool. Reuters

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool segir að dómsmálið sem höfðað var gegn honum hafi breytt sér en Gerrard var kærður fyrir uppþot á krá eftir 5:1 sigur Liverpool á Newcastle í desember á síðasta ári. Gerrard, sem skoraði tvö mörk í leiknum, var úrskurðaður saklaus í málinu en í viðtali við breska blaðið Daily Mail segir Gerrard að hann hafi verið mjög óttasleginn og það hafi tekið mjög á sig að mæta í réttarsalinn.

,,Réttarhöldin breyttu mér. Ég verð að læra af þessu, læra það að vera á röngum stað á röngum tíma, á hvaða tíma ég er úti, hvert ég fer, ég mun verða varkárari í framtíðinni,“ segir Gerrard við Daily Mail en hann fór á barinn eftir leikinn ásamt vinum sínum til að fagna sigrinum á Newcastle.

,,Núna er það þannig að ef við vinnum 5:1, ég skora tvö mörk og við komumst á toppinn í deildinni þá mun ég ekki reyna að fagna því með því að fara á bar með vinum mínum. Ég mun fá mér málsverð heima klukkan hálf níu. Við erum vel launaðir og við þurfum að fórna ýmsu. Ég sagði við sjálfan mig á meðan þessu stóð að ég ætlaði mér aldrei að ganga inn í réttarsal aftur. Þetta er ekki góður staður til að vera á,“ sagði Gerrard.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert