Dómaranum sem dæmdi strandboltamarkið gilt refsað

Markið í uppsiglinu sem Darren Bent skoraði fyrir Sunderland gegn …
Markið í uppsiglinu sem Darren Bent skoraði fyrir Sunderland gegn Liverpool. Reuters

Knattspyrnudómarinn Mike Jones, sem urðu á þau mistök að dæma mark Darren Bent gott og gilt í leik Sunderland og Liverpool í fyrradag, fær ekki að dæma leik í úrvalsdeildinni um næstu helgi og hefur í staðinn verið settur á leik Peterborough og Scunthorpe sem eigast við í 1. deildinni.

Eins og frægt er orðið réðust úrslitin í leik Sunderland og Liverpool með skondnu mark en eftir skot Bents fór boltinn í strandbolta sem áhorfandi hafði hent inn á völlinn og af honum breytti boltinn um stefnu og rúllaði inn fyrir marklínuna framhjá varnarlausum Pepe Reina markverði Liverpool.

Í reglum Alþjóða knattspyrnusambandsins er skýrt kveðið á um að dómara ber að stöðva leikinn í tilviki sem þessu og hafa nokkrir fyrrum dómarar, til að mynda Jeff Winter, Dermot Gallagher og Graham Poll, lýst furðu sinni á mistökum Jones.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert