Liverpool í vondum málum - Arsenal stendur vel að vígi

Bafetimbi Gomis leikmaður Lyon og Daniel Agger varnarmaður Liverpool í …
Bafetimbi Gomis leikmaður Lyon og Daniel Agger varnarmaður Liverpool í baráttunni í kvöld. Reutrs

Lyon og Liverpool skildu jöfn, 1:1, á Stade Gerland vellinum í Lyon. Bæði mörk leiksins litu dagsins ljós á lokamínútum leiksins. Ryan Babel kom Liverpool yfir á 83. mínútu en Lisandro Lopez jafnaði á 89. mínútu og skaut þar með Lyon áfram en Liverpool er í vondum málum. Arsenal burstaði AZ Alkmaar og er komið í 16-liða úrslitin.

Það leit allt út fyrir sigur Liverpool eftir að varamaðurinn Ryan Babel skoraði frábært mark með skoti af um 20 metra færi. En þegar skammt var eftir skoraði Lopez af stuttu færi eftir skvaldur í vörn Liverpool.

Lyon hefur 10 stig í efsta sæti, Fiorentina sem burstaði Debrecen hefur 9, Liverpool 4 og Debrecen 0.

Cesc Fabregas skoraði tvö af mörkum Arsenal sem lagði AZ Alkmaar, 4:1, á Emirates og þar með Arsenal svo gott sem komið áfram í keppninni. Samir Nasri og Abou Diaby gerðu hin tvö mörk Arsenal.  Standard hafði betur gegn Olympiakos, 2:0. Arsenal hefur 10 stig, Olympiakos 6, Standard 4 og AZ Alkmaar 2.

Inter tryggði sér sigur á Dynamo Kiev með því að skora tvö mörk á lokamínútum leiksins og voru Milito og Sneijder þar af verki. Með sigrinum skaust Inter í efsta sætið í E-riðlinum. Inter hefur 6 stig, Barcelona og Rubin Kazan 5 og Dynamo Kiev 4.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert