Ferguson óhress með dómarann

Alex Ferguson mótmælir á Stamford Bridge í dag.
Alex Ferguson mótmælir á Stamford Bridge í dag. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United sagði eftir þá ákvörðun Martin Atkinson að dæma mark Chelsea gott og gilt væri til þess að knattspyrnustjórar og leikmenn misstu trú á dómurunum.

,,Darren Fletcher vann boltann. Hann kom ekki við Ashley Cole sem henti sér í loftið og síðan togaði Drogba Wes Brown niður í teignum í aðdraganda marksins.

,,Dómarinn var illa staðsettur og ákvörðun hans var fáránleg. Hann sá ekkert. Hann var með leikmann Chelsea sem stóð fyrir framan og hann reyndi ekki einu sinni að færa sig. En það er víst ekkert sem við getum gert. Stundum tapar þú á dómgæslu,“ sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert