Fletcher: Wenger hefur snúið dómurum gegn mér

Darren Fletcher sækir að Michael Essien, miðjumanni Chelsea, í leiknum …
Darren Fletcher sækir að Michael Essien, miðjumanni Chelsea, í leiknum í gær. Reuters

Darren Fletcher, miðjumaður Manchester United, segir að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi svert sig í augum dómaranna í úrvalsdeildinni og þeir leggi hann nú í einelti vegna orða Frakkans.

Eftir að Arsenal tapaði fyrir United á Old Trafford í haust sagði Wenger að ónefndur leikmaður í liði Manchester United hefði fengið óáreittur að brjóta á sínum mönnum í leiknum.

Fletcher var sérstaklega óánægður með að fá á sig aukaspyrnuna sem leiddi til sigurmarks Chelsea gegn United á Stamford Bridge í gær.

„Við erum farnir að sjá hvernig orð herra Wengers hafa áhrif á dómarana, sem er mikil synd. Þetta  var alls ekki brot. Ég var viss um það þegar það gerðist, og hef skoðað það aftur á myndbandi. Ég spyrnti boltanum með hælnum, Cole lét sig detta og dómarinn dæmdi aukaspyrnu," sagði Fletcher.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert