Everton án margra á Old Trafford

Everton hefur ekki náð sér á strik það sem af …
Everton hefur ekki náð sér á strik það sem af er tímabilinu. Reuters

Það vantar talsvert uppá að David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, geti stillt upp sínu sterkasta liði gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford á morgun.

Hann vonast þó til að geta teflt fram þeim Leon Osman og Steven Pienaar sem hafa verið frá vegna meiðsla.

Rússneski landsliðsmaðurinn Dinijar Biljaletdinov er kominn í þriggja leikja bann og hefur afplánun þess á morgun. Phil Neville, fyrrum leikmaður United, spilar ekki vegna meiðsla og þá eru James Vaughan, Vicor Anichebe, Mikel Arteta og Phil Jagielka áfram fjarri góðu gamni sökum langtímameiðsla.

Everton hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum og er í tólfta sæti úrvalsdeildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert