Neville þarf að fara undir hnífinn

Neville í leik með Everton gegn Burnley.
Neville í leik með Everton gegn Burnley. Reuters

Bakslag hefur komið í endurhæfingu Phil Neville fyrirliða Everton og þykir líklegt að hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné. Neville hefur verið frá keppni vegna hnémeiðsla frá því hann meiddist í leik á móti Fulham í september og bundu menn vonir við að hann gæti jafnvel tekið þátt í grannslag Everton og Liverpool um næstu helgi.

,,Phil Neville þarf að fara í minniháttar aðgerð á hnénu sem og það seinkar endurkomu hans um nokkrar vikur,“ segir David Moyes knattspyrnustjóri Everton.

Betri fréttir eru af Suður-Afríkumanninum Steven Pienaar sem hefur verið frá vegna meiðsla frá því í september. Hann mun líklega verða í leikmannahópi liðsins annað kvöld þegar það leikur gegn Hull í úrvalsdeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert