Owen með þrennu - Bayern vann 4:1

Ivica Olic fagnar eftir að hafa komið Bayern yfir gegn …
Ivica Olic fagnar eftir að hafa komið Bayern yfir gegn Juventus í Tórínó, 2:1. Reuters

Bayern München, CSKA Moskva, Real Madríd og AC Milan tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Stóru tíðindin voru 4:1 útisigur Bayern gegn Juventus á Ítalíu, og Michael Owen skoraði þrennu fyrir Manchester United sem vann þýsku meistarana Wolfsburg, 3:1, á útivelli og kom í veg fyrir að þeir færu áfram.

 A-RIÐILL:

Bayern München tryggði sér annað sætið með glæsilegum útisigri á Juventus, 4:1, en ítalska liðinu hefði dugað jafntefli á heimavelli til að fara áfram. Bordeaux hafði þegar unnið riðilinn. Juventus verður að láta sér nægja að fara í Evrópudeild UEFA eftir áramótin.

Juventus - Bayern München 1:4 (Trezeguet 19. - Butt (markvörður) víti 30., Olic 52., Gómez 83., Timochuk 90.) LEIK LOKIÐ
Maccabi Haifa - Bordeaux 0:1 (Jussie 13.) LEIK LOKIÐ

Bordeaux 16 stig, Bayern 10, Juventus 8, Maccabi Haifa 0.

B-RIÐILL:

Michael Owen skoraði þrennu fyrir Manchester United sem lagði Wolfsburg 3:1 í Þýskalandi og tryggði sér sigur í riðlinum. CSKA náði öðru sætinu með sigri í Tyrklandi en Wolfsburg fer í Evrópudeild UEFA.

Wolfsburg - Man.Utd 1:3 (Dzeko 56. - Owen 44., 83., 90.) LEIK LOKIÐ
Besiktas - CSKA Moskva 1:2 (Bobo 86. - Krasic 41., Aldorin 90.) LEIK LOKIÐ

Manchester United 13 stig, CSKA Moskva 10, Wolfsburg 7, Besiktas 4.

C-RIÐILL:

Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í 3:1 sigri Real Madríd í Marseille en Frakkarnir hefðu þurft sigur til að fara áfram. Þar með nægði AC Milan jafntefli í Sviss til að ná öðru sætinu. Marseille  fer í Evrópudeild UEFA.

Marseille - Real Madrid 1:3 (Gonzalez 11. - Ronaldo 5., 80., Albiol 60.) LEIK LOKIÐ
Zürich - AC Milan 1:1 (Gajic 30. - Ronaldinho 65.(v) Rautt spjald: Rochat (Zürich) 63.) LEIK LOKIÐ

Real Madríd 13 stig, AC Milan 9, Marseille 7, Zürich 4.

D-RIÐILL:

Chelsea og Porto voru þegar komin áfram og Chelsea búið að vinna riðilinn. Atlético skreið áfram í Evrópudeild UEFA í þriðja sætinu þrátt  fyrir skellinn gegn Porto á heimavelli.

Chelsea - APOEL Nicosia 2:2 (Essien 19., Drogba 26. - Zewlakow 7., Mirosavljevic 87.) LEIK LOKIÐ
Atlético Madrid - Porto 0:3 (Alves 2., Falcao 14., Hulk 76.) LEIK LOKIÐ

Chelsea 14 stig, Porto 12, Atlético Madrid 3, APOEL Nicosia 3.

Leikmenn Manchester United fagna Michael Owen (7) eftir að hann …
Leikmenn Manchester United fagna Michael Owen (7) eftir að hann kom liðinu yfir í Wolfsburg. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert