Aston Villa vann á Old Trafford

Gabriel Agbonlahor skallar boltann í mark Man.Utd án þess að …
Gabriel Agbonlahor skallar boltann í mark Man.Utd án þess að Nemanja Vidic og Tomasz Kuszczak markvörður fái nokkuð að gert. Reuters

Meisturum Manchester United tókst ekki að nýta sér að Chelsea gerði jafntefli fyrr í dag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Aston Villa heimsótti meistarana og gerði sér lítið fyrir og lagði þá á þeirra heimavelli, Old Trafford, 1:0.

Gabriel Agbonlahor skoraði sigurmark Villa strax á 21. mínútu, með skalla eftir fyrirgjöf Ashleys Young frá vinstri. 

Manchester United er með 34 stig í öðru sæti, Chelsea með 37 og með sigrinum skellti Villa sér í þriðja sætið með 29 stig en Arsenal er með 28 í fjórða sæti og sækir Liverpool heim á morgun.

Man Utd: Kuszczak, Fletcher, Brown, Vidic, Evra, Carrick, Anderson, Valencia, Giggs, Park, Rooney.
Varamenn: Foster, Owen, Berbatov, Welbeck, Obertan, Gibson, De Laet.

Aston Villa: Friedel, Luke Young, Dunne, Cuellar, Warnock, Ashley Young, Milner, Petrov, Downing, Agbonlahor, Heskey.
Varamenn: Guzan, Sidwell, Carew, Delph, Reo-Coker, Beye, Collins.

Patrice Evra hjá Man.Utd tæklar Ashley Young hjá Villa hressilega …
Patrice Evra hjá Man.Utd tæklar Ashley Young hjá Villa hressilega í leiknum í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert