Benítez vildi ekki lána Guðlaug frá Liverpool

Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool.
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool. mbl.is/Árni Sæberg

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, er með hinn 18 ára gamla Guðlaug Victor Pálsson í sínum framtíðarplönum og vill ekki að hann verði lánaður til annars félags.

Guðlaugur Victor hefur leikið með varaliði og unglingaliði Liverpool frá því hann samdi við félagið í janúar á þessu ári. Þar leikur hann nú í nýrri stöðu sem miðvörður og kann vel við það.

,,Það kom mér mest á óvart fyrstu mánuðina hversu fljótur ég var að koma mér inn í varaliðið og þá kom það mér á óvart að þjálfararnir hafa látið mig spila sem miðvörð í síðustu leikjunum en ég hef alltaf spilað á miðjunni. Mér finnst miðvarðarstaðan mjög skemmtileg og ég sé alveg fyrir mér að ég spili þá stöðu áfram,“ sagði Guðlaugur Victor við Morgunblaðið.

Sjá nánar viðtal við Guðlaug Victor í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert