Berbatov vill ekki fara í aðgerð

Dimitar Berbatov í leik með United gegn Wolves.
Dimitar Berbatov í leik með United gegn Wolves. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov vilji ekki gangast undir aðgerð á hnénu en meiðsli í hné hafa verið að angra Búlgarann síðustu vikurnar.

,,Dimitar vill ekki ekki fara í aðgerð. Stundum finnur hann fyrir meiðslunum en stundum ekki. Hann fann ekkert fyrir í hnénu í Katar í æfingaferð okkar en kannski helgaðist það af góða veðrinu og hitanum,“ sagði Ferguson við fréttamenn á vikulegum fundi á Old Trafford í dag.

Búlgarinn hefur ekki náð sér á strik með Englandsmeisturum frá því hann var keyptur fyrir fúlgu fjár frá Tottenham og eru margir stuðningsmenn liðsins búnir að missa þolinmæðina á honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert