Smalling á leið til Man. Utd

Chris Smalling í baráttu við Didier Drogba í leik gegn …
Chris Smalling í baráttu við Didier Drogba í leik gegn Chelsea. Reuters

Chris Smalling, einn efnilegasti varnarmaður Englendinga, er að öllu óbreyttu á leið frá Fulham til Manchester United. Fulham hefur samþykkt tilboð United í piltinn, samkvæmt frétt Sky Sports í dag.

Smalling er tvítugur og hefur vakið athygli með liði Fulham að undanförnu, enda þótt hann hafi enn aðeins spilað níu leiki með liðinu í úrvalsdeildinni, og var í fyrsta skipti í byrjunarliðinu í leik gegn Chelsea um jólin.

Smalling kom til Lundúnaliðsins frá utandeildaliðinu Maidstone fyrir tveimur árum og er kominn í enska 21-árs landsliðið. Hann hefur ítrekað verið orðaður við Arsenal undanfarið og Real Madríd er einnig sagt hafa haft augastað á piltinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert