Ferdinand fékk fjögurra leikja bann

Rio Ferdinand, nýstiginn uppúr meiðslum og kominn í langt bann.
Rio Ferdinand, nýstiginn uppúr meiðslum og kominn í langt bann. Reuters

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins úrskurðaði í dag Rio Ferdinand, miðvörð Manchester United, í fjögurra leikja keppnisbann. Þriggja leikja bann fyrir gróft brot, og einn leik aukalega fyrir að áfrýja ákæru sambandsins, en með áfrýjuninni náði Ferdinand að spila gegn Manchester City í deildabikarnum í gærkvöld.

Bannið tekur þegar gildi og Ferdinand hefur afplánun bannsins þegar United sækir Arsenal heim í úrvalsdeildinni á sunnudag. Hann missir líka af deildaleikjum gegn Portsmouth, Aston Villa og Everton en verður gjaldgengur þegar United mætir Aston Villa í úrslitaleik deildabikarsins í lok febrúar.

Ferdinand sló Craig Fagan, leikmann Hull City, í andlitið í leik liðanna í úrvalsdeildinni á laugardaginn. Dómarinn sá ekki atvikið en það náðist á upptökum frá leiknum og Ferdinand var ákærður í framhaldi af því.

Reiknað er með að Nemanja Vidic verði klár til að leysa Ferdinand af gegn Arsenal á sunnudaginn. Hann hefur verið frá vegna meiðsla en var meðal varamanna United gegn City í gærkvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert